Sjálfstæður með meiru


Stórt skref tekið í dag við sameiginlegt borðhald fjölskyldunnar... Hilmir fékk sinn eigin disk og borðaði aaaalveg sjálfur ! Ótrúlegt eiginlega og kom okkur verulega á óvart því hingað til hefur hann bara sýnt disknum sjálfum áhuga og innihaldið fengið að sigla sinn veg. Kannski var hann bara nógu svangur og það sem var á disknum nógu spennandi ? Þarna var meðal annars að finna; pastaskrúfur, kjúkling, grænar og gular baunir, gulrætur og brokkolí. Litríkt með meiru ;)
Vorum allavega voða ánægð með strákinn okkar...
2 Comments:
Ekkert smá stór strákur! ótrúlega fullorðinslegur á þessari mynd!
By
Nafnlaus, at 9:42 e.h.
Rosalega duglegur
By
Nafnlaus, at 10:04 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home