Stóðst öll próf
Fór með Hilmi í 10 mánaða skoðun hjá barnalækninum í morgun. Reyndar var þessi skoðun aðeins á undan áætlun því hann á alveg tæpar 2 vikur í að vera orðin 10 mánaða... en Marie BVC hjúkkunni okkar fannst hann bara vera "nægilega þroskaður" til að standast öll próf. Og vissulega var hann það, ekki að spyrja að öðru.
Þarna var tékkað á því hvort hann gæti hermt hreyfingar og slegið saman tveim hlutum, staðið upp sjálfur og setist niður, farið í feluleik, fylgt ljósi með augunum og ýmislegt fleira. Barnalæknirinn var mjög ánægð með hvað hann var á góðri braut í líkamlegum og andlegum þroska, sagði að þarna væri einstaklega hraustur og heilbrigður drengur :) Vissi það nú alveg en það er alltaf gaman að fá það staðfest !
Hann mældist svo 11,1 kíló og 76,5 cm.
Þarna var tékkað á því hvort hann gæti hermt hreyfingar og slegið saman tveim hlutum, staðið upp sjálfur og setist niður, farið í feluleik, fylgt ljósi með augunum og ýmislegt fleira. Barnalæknirinn var mjög ánægð með hvað hann var á góðri braut í líkamlegum og andlegum þroska, sagði að þarna væri einstaklega hraustur og heilbrigður drengur :) Vissi það nú alveg en það er alltaf gaman að fá það staðfest !
Hann mældist svo 11,1 kíló og 76,5 cm.
3 Comments:
Ef Hilmir var 3700 gr þegar hann fæddist er hann núna nákvæmleg þrisvar sinnum þyngri núna. Það er engin smá vökstur á tæpum 10 mánuðum. Ekkert skrítið að þessi börn þurfi að sofa og borða.Auðvitað stóðst hann öll prófin enda undrabarn.
By
Nafnlaus, at 10:13 e.h.
Svakalega varstu skoðaður vel! Veit alveg að þú hefur staðið þig eins og hetja. Ætli þið Emilía hafið ekki ýmislegt til að kenna hvort öðru þegar þið hittist, sooooon! Er orðin langeyg eftir sumarfríi eftir kulda og rigningasumar hér á Íslandi, brrrrr....
Knus,
Íris
By
Nafnlaus, at 7:16 e.h.
Hejsan, Emilía var í 1 árs skoðun fyrir viku síðan. Mældist 10.8 kg og 79 cm. Hilmir er nú orðinn þyngri en þó styttri. Hann hlýtur að síga í núna karlanginn.
Til hamingju með daginn annars
Óli
By
Iris og Oli, at 10:43 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home