Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 júní 2006

Koppaþjálfun hafinn ??

Posted by Picasa
Neeeeiii ! Hilmir er nú ekki það mikið undrabarn og við ekki það eftirvæntingarfullir foreldrar að við ætlum okkur að byrja koppaþjálfunina svona snemma. Við bara fylgdum ráðleggingum (og eflaust tískustraumum líka) og keyptum snemma handa honum svo hann hafi marga marga mánuði að venjast þessum nýja hlut sem mun koma í stað bleyjunnar eftir kannski ár eða svo. Þá getum við öll farið í þessa þjálfun með rólegheitum og jákvæðum brag :)

Annars er skemmst frá því að segja að Hilmir var og er með eyrnabólgu og er komin á pensilín. Það var það sem hafði verið að angra hann og þessvegna sem hann er búin að vera með hita af og til í 2 vikur tæpar. Við vorum nú voða fegin að fá að vita hvað væri að svo það væri hægt að fixa það en eyrnabólga er nú ekki það skemmtilegasta. Svo þarf hann að fá ógeðslegasta pensilínmeðal sem til er tvisvar á dag í tvær vikur. Smakkaði það sjálf og get sko alveg staðhæft að það er viðbjóður.... öfunda hann ekki þegar ég sprauta þessu uppí hann liggjandi öskrandi mótmæli.
Krossa bara puttana og vona að hann verði ekki "eyrnabarn".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home