Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 nóvember 2006

Nokkrum stærðum síðar.....

Posted by Picasa
Þar kom að því... ekki bara komin snjór allt í einu og mínusstig á mælinum heldur einnig komin tími á fleiri tækifæri til að minnast hversu mikið Hilmir er búin að stækka á undanförnum mánuðum.
Kuldagallinn góði sem ég keypti í febrúar (sjá hér) á þessu ári var nú dregin fram og frumkeyrður útivið á drengnum með góðum árangri. Smellpassar að sjálfsögðu en þó með pláss til að vaxa í á komandi mánuðum.
Mér finnst alveg ótrúlega fyndið að sjá muninn á Hilmi miðað við fyrir 9 mánuðum síðan !
Annars er það í fréttum að greyið er komin með svæsna augnsýkingu. Grænn gröftur í augnkrókum takt við lekandi grænan hor úr nefinu og ekki sjón að sjá framan í hann. Leit út fyrsta daginn (áður en við svo fóru til heimilislæknisins) einsg hann hefði verið í boxkeppni svo bólgin var hann. Vorum skrifuð út frá lækninum vopnuð augndropum, smyrsli við kuldaexemi einhverskonar og hóstasaft.
Vona að þetta réni nú fljótlega því hann er skiljanlega ekki sá besti í skapinu svona undirlagður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home