Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

06 nóvember 2006

Sænskumælandi túlkur á heimilinu

Við Ingó erum farin að verða ansi hlessa á þeim vegi sem málakunnátta Hilmirs er farin að taka. Sænskan er ansi mikið ríkjandi nebblega ?!
Ekki nóg með að hann virðist skilja fleiri sænsk orð; Akta ! (passa sig!), titta (sjáðu) osfrv. heldur virðist hann þýða það sem við segjum við hann á íslensku. Get nefnt tvö nýleg dæmi;

Hilmir er í baði og stendur upp. Ég er að fylgjast með honum og Ingó stendur í hurðinni og segir "passaðu að hann renni ekki". Hilmir lítur skælbrosandi við og segir "AKTA!"

Hilmir er úti á bílaplani með mér og fleira fólki. Hann er með tissjú og þykist ætla að fara að þurrka af bílunum með því. Ég segi "já ætlar Hilmir að fara að pússa bílana ?". Andartaki síðar sé ég að hann fer að kyssa bílinn (puss = koss).

Annars skilur hann meira og meira, og reynir í sífellu að mynda sömu orð og við. Ný orð eru þó ekkert endilega endurtekin ef honum tekst að koma þeim útúr sér einusinni. Hefur t.d. sagt "gott", "kex", "taka" og fleiri orð einusinni eða tvisvar án þess að segja þau aftur þó maður biðji um ;)
Einfaldar beiðnir eins og "náðu í bílinn", "komdu með bleyjuna", "hvar er duddan" o.sfrv. er hann líka alveg komin með á hreint.

1 Comments:

  • Sæl
    Þú beygir nafn sonr þíns vitlaust.
    Málakunnátta Hilmis er rétt :-)

    hér er Hilmir
    um Hilmi
    frá Hilmi
    til Hilmis

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home