Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 júní 2008

Bleyjuleysi - framhald

So far so good... enn er öllu haldið innan skekkjumarka... 1 slys á dag og það í leikskólanum þar sem stundum er dáldið langt í léttinn.
Það er nefnilega svoleiðis að við höfum leyft honum að "vökva" blóm, tré og runna þegar við erum útivið. En á leikskólanum er víst stranglega bannað að míga í grasið ! Væntanlega hreinlætisis vegna. Aldrei að vita hvað minnstu krökkunum dettur í hug að stinga uppí munninn á sér. Pissublautt gras er þá semsagt ekki efst á óskalistanum....

Við erum svo farin að leggja inn hugmyndir að næstu hraðahindrun. Snuddunum. Hann má varla geispa af þreytu nema vera með dudduna við hendi til að stinga uppí sig þegar skoltinn skellur saman aftur. Nefndi við hann að stórir strákar sem gengju í nærbuxum notuðu hvorki bleyjur né duddur. Hann gaf lítið útá það. Svo nefndi ég líka að kannski vildi jólasveininn fá hjá honum duddurnar til að gefa litlu smábörnunum þær.
Sjáum til...

1 Comments:

  • duglegur strákur og ennþá duglegri mamma.
    AmmaÞ

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home