Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 júní 2008

Bókaormur

Lýsi hér með eftir íslenskum barnabókum !
Hilmir er komin með þvílíkan áhuga á að láta lesa fyrir sig og við erum svo búin að marglesa sænskar barnabækur að okkur finnst skömm og synd að geta ekki auðgað íslenskuna hans með upplestri.
Hann á það til að biðja mann að koma uppí stóra rúm að lesa og "mýsa" (hafa það notalegt). Setjast með sér á pulluna í sínu herbergi og lesa... nú eða jafnvel rétta manni bók meðan við fullorðna fólkið erum enn að borða og biðja um að láta lesa fyrir sig.

Við Ingó könnumst bæði við þessa áráttu. Vorum miklir bókaormar á yngri árum. Sjálf kláraði ég barnabókadeildina í gamla Borgarbókasafninu fyrir 11 ára aldur og færði mig yfir í ævi- og ástarsögur á fullorðinsdeildinni uppúr því.
Mig hlakkar mest til að fá að lesa með honum bækur einsog Míó minn Míó og Ronju ræningjardóttur. Fá smá upprifjun á barnæskunni.

En já... ef einhverjum vantar að losna við barnabækur. Sækjast eftir hugmynd að afmælisgjöf handa kappanum eða bara langar að gleðja okkur... þá vitiði væntanlega heimilisfangið ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home