Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

02 júní 2008

Hvort er mikilvægara: mamma eða bílarnir ?

Mér var varla heilsað í morgun af litla stubbnum. Fyrsta setningin beind að mér var "Hvar eru nýju bílarnir ?".
Ekki búin að sjá mig síðan á fimmtudagsmorguninn og hann hafði meiri áhuga á nýju bílunum sem ég var búin að lofa að kaupa í London heldur en að fagna mér almennilega.
Eftir að hafa grandskoðað þá og gefið þeim blessun og samþykki fékk ég þó faðm, koss og "takk ástin mín". Einnig yfirlýsingu um að bílarnir væru fínir og hann væri glaður.

Ef hann væri aðeins eldri myndi hann kannski líka hafa áhuga á öllum fötunum sem ég keypti á hann í London. Aðallega þó boring hlutir sem fást ódýrt í Marks and Spencer og Primark. Náttföt, sokkar og nærföt. Eina sem ég vissi að hann myndi hafa áhuga á keypti ég að sjálfsögðu. Þarna fengust nebblega stutterma náttföt með Íþróttaálfinum (a.k.a Sportacus) á 4 pund (600 ISK) ?! Ég bý í röngu landi.... miðað við innkaupaáhuga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home