Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 júní 2008

Fattarinn á fullu

Það er svo ofboðslega margt að detta inn hjá Hilmi núna. Svona hversdagslegir hlutir sem maður tekur ekki eftir að séu mikilvægir eða merkilegir fyrr en hann sýnir fram á þá.
Eins og að til dæmis:
- telja hluti og sýna hversu margir með puttunum. 1 er ekkert endilega sýndur með vísifingri heldur löngutöng. Dáldið fyndið að sjá hann þarna með F*kk-puttann á lofti "EINN!"

- að fá að "klára" hluti. Biður um að fá að klára þáttinn sem hann er að horfa á, klára brauðsneiðina sína osfrv. Og vera svo "búin" þegar hann er búin að "klára".

- samspil með orðum. Þegar ég strýk honum í framan og segist elska hann svo mikið þá segir hann tilbaka "Hilmir elskar mömmu svooooo mikið líka".
Í gærkvöldi lágum við nýkomin úr sturtu uppí rúmi undir sitthvorri sænginni. Ég fann allt í einu skrýtna lykt og fór að hafa áhyggjur af því að hann væri að hafa það aðeins of notalegt þarna undir sænginni. Snéri mér því að honum og sagði "Hilmir... ertu búin að bajsa?". Hann svaraði því neitandi. Þá spurði ég "Hilmir... ertu nokkuð búin að pissa?". Aftur neitandi. En svo kom frá honum mótsvarið "Mamma... varstu að prumpa?!"

- hann lætur reiði sína í ljós á SVO heilbrigðan hátt. Við Ingó ættum að taka þetta okkur til fyrirmyndar. Ef hann vill ekki einhvað þá öskrar hann á það. Frústrasjónin farin. Þá meina ég ekki að hann öskrar á fólk heldur t.d. skó, baðkarið, útidyrahurðina. Bara eitt nett *skríííík* og svo er allt búið. Dagurinn heldur áfram.

1 Comments:

  • hmm... ég er ekki svo viss um að þið fengjuð að vera lengi úti á meðal almennings ef þið væruð öskrandi og sparkandi í hurðir ;) haha :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home