Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 maí 2008

Vaxtarkippur í fjölskyldunni


Litli Citroën C3 bílinn okkar tók vaxtakipp í dag. Breyttist í Citroën Picasso XSara sem (fyrir ykkur sem ekki eruð með tegundirnar á hreinu) er alveg 2 stærðum fyrir ofan gamla bílinn okkar. Við erum nú komin með skott og rými sem hæfir 3gja manna fjölskyldu með kerru enda vorum við búin að láta það bögga okkur í lengri tíma hversu fljótt yrði troðið í bílnum.
Við getum núna farið í sumarbústaðarferðina sem er plönuð um midsommar án þess að drekkhlaða bílnum svo ekki sjáist útum afturrúðuna.
Hilmir lét nú ekki litinn á nýja bílnum blekkja sig (alveg nákvæmlega sami litur og á þeim gamla!) heldur rak strax upp stór augu þegar við gengum að "bílnum okkar". Hann samþykkti hann þó um leið og talaði um það á heimleiðinni hvað hann væri stór, blár og fínn..... og að mamma væri að keyra hann.
Af bleyjumálum helgarinnar er lítið annað að frétta en að helgin fór vel fram á þeim frontinum. Bara eitt slys (og það inni á baðherbergi pizzuveitingastaðarins... svo ofboðslega óvart) og allt í gúddí í stórum dráttum séð. Verð þó að viðurkenna að tækifærin voru ekki það fjölmörg enda erum við ekkert að láta reyna á bleyjuleysið ef við vitum að við verðum órafjarri klósetti eða runna sem hægt er að hlaupa á þegar þörfin kallar. Bleyjuleysi í stórvörumarkaði eða hjá tannlækninum er þessvegna ekki í boði ;)
Og já ! Hilmir fór til tannlæknis í fyrsta sinn núna á laugardaginn. Allar barnatennurnar komnar okkur til mikillrar furðu enda tókum við barasta ekkert eftir því þegar jaxlarnir poppuðu upp. Hann er því nú með alls 20 tennur og ekki von á neinum breytingum þar á bæ fyrr en um 6 ára aldurinn. Hilmir labbaði alsæll út frá tannsa með bleika blöðru, bleikan tannbursta og andlitsmálningu sem hundur (lofa mynd af því síðar). Var víst einhver barnadagur hjá tannlæknastöð hverfisins svo við duttum aldeilis í lukkupottinn í þessari jómfrúarferð.

1 Comments:

  • til hamingju með nýja bílinn hann er bara flottur.
    Katrín afmælisbarn dagsins og amma/mamma/tengdamamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home