Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 ágúst 2008

Alþjóðlega leiktúngumálið

Passar ekki Hilmir alveg inní þessa mynd ? Þetta eru fjórir strákar á aldrinum 4-7 ára sem við rákumst á á búðarrölltinu okkar í Konakli um daginn hér í Tyrklandi. Konakli er gamall ferðamannabær sem leggst í hýði á veturnar en vaknar svo til lífs þegar túristarnir á nærliggjandi hótelum streymir að. Dáldið svona einsog tíminn standi í stað þarna (cirka 1986) og við fílum það alveg ágætilega... gaman að röllta um og láta búðareigendurna lokka sig inn að skoða skran og eftirhermumerkjavörur á tómbóluprís.

Í fyrradag leituðum við hælis í skugganum í miðjum flísalögðum verslunarkjarna sem er hálftómur fyrir utan nokkra klæðskeraholur, rakara, te-sala og kebab-eldhús.
Hilmir sá glitta í strákana og stökk af stað. Gekk fyrst varlega að þeim, sagði ekkert og fylgdist bara með. Strákarnir sátu við sitthvorn stólinn kringum þetta borð þarna sem var svo hægversklega hlaðið með bílunum, kubbum og öðru strákadóti sem þeir voru að skiptast á að leika með. Þeir voru ekkert að kippa sér upp við að skjannahvítur aðkomudrengur skyldi birtast.
Hilmir vildi augljóslega vera memm í þessum leik og sem betur fer vorum við með leiktöskuna hans með sem inniheldur hluta af þeim bílum sem hann er búin að vera að sanka að sér í þessari ferð okkar. Það virkaði sem aðgöngumiði í leikinn og 5 mínútum seinna var hann orðin órjúfanlegur hluti af þessum leik þeirra Konaklistrákanna. Þó þeir töluðu ekki einusinni sama túngumál nægði algjörlega að nota fingramál, líkamstúngumál... og svo fyllti *bruuuummmm* út í restina. Hilmir lánaði þeim sitt og fékk svo að leika sér að þeirra dóti. Ekkert "MITT!" einsog er svo vinsælt hjá honum annars.
Ingó notaði tækifærið og skellti sér til rakarans í kjarnanum á meðan við Elísa sátum og fylgdumst með leiknum.
Það er eiginlega á svona stundum sem ég bara skil ekki hvernig fólk getur talað um mismunandi menningarheima, rasisma, kúltursjokk og annað slíkt.... börnin eru eiginlega ágætis fyrirmynd !
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home