
Nú er Elísa komin til okkar og þá getum við loksins loksins komist í sumarfríið okkar langþráða, öll saman til Tyrklands í tvær vikur. Upprunalega hugmyndin var að fara í fyrrasumar og við vorum meira að segja komin langleiðina með að bóka hjá ferðaskrifstofunni... en þá kom babb í bátinn... starfsbreytingar og heimilisflutningar komu í staðinn. Svo þessar tvær vikur sem við komum til með að vera á
Blue Village Pascha Bay í Alanya verða vel þegnar.
Þetta verður algjört "Svensson" frí með öllu inniföldu; mat, drykk, leikjum, kjötbollum, kvöldshowi og Bamse & Co.
Blogga frá Alanya ef færi gefst. Annars verður það bara þögn í tvær vikur ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home