Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 júní 2008

Amma-eli ?

Amma Helga er í heimsókn hjá okkur þessa dagana. Hilmir er voða ánægður með alla athyglina og nýtur þess að láta leika við sig, lesa fyrir sig og knúsa og kreista.
Einhvað hefur hann nú samt misskilið öll tilkallsnöfn ömmu sinnar því þó hann skilji alveg að hún heiti Helga, að hún sé kölluð bæði amma og mamma (af pabba sínum) þá vill hann gjarnan kalla á eftir henni "ammaeli !!" (afmæli)
Hún svarar því nú líka alveg enda er fyrriparturinn alveg réttur ;)

Það annars renna uppúr honum setningarnar núna og okkur finnst hann bara alveg fulltalandi krakkabarn. "Saro má fá lánaðan peugobílinn minn", "baaara Hilmir veifa pabba og mömmu", "nei ég vil ekki fá mjólk, ég vil fá ROSA djúsinn"
Hann er því útskrifaður úr bæði bleyju- og taldeildinni = krakki !

4 Comments:

  • jeij! er ég í setningum hjá stráknum :D veiveivei! :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:43 f.h.  

  • Eeee... nei ekki svo vel... ef hann er að tala um þig þá heitir þú SarA.
    SarÓ er kúrdíski strákurinn sem er á deildinni hans ;) Einn íranskur líka sem heitir Aró. Skemmtileg nöfn þarna á ferð !

    /Begga

    By Blogger Begga, at 9:34 f.h.  

  • ohh! :( ég sem varð SVO glöð! jæja, kannski verð ég komin í setningar um jólin ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:31 e.h.  

  • Telst semsagt "Sara á svartan Peugobíl" ekki með ?
    Veit ekki betur en að þú hafir fengið sérstakt símtal og heyrt Sörusetningarnar live ;)

    By Blogger Begga, at 11:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home