Þreyttur með meiru
Hann var alveg ofurspenntur að fara á nýja leikskólann í morgun. Nýtt dót og nýjir leikfélagar. Hann leit varla við þegar við kvöddum. Svo fengum við að heyra af því í lok dags að hann hefði ekki sofnað í hádeginu. Allt svo nýtt og spennandi.
Hann var varla komin innfyrir dyrnar hér heima... skreið uppí sófa með duddu og meme og hvílir sig yfir barnaefninu.
Einhver á eftir að fara eldsnemma í rúmið í kvöld !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home