Sjálfstæði í jákvæðu formi
Hilmir nefnilega óx um mörg ár og fleiri fleiri sentimetra hérna um daginn þegar hann fór ALEINN út með ruslið. Já... ALEINN! Klæddi sig í peysuna, tók lyftuna niður á rétta hæð, röllti yfir bakgarðinn, opnaði lúguna, skutlaði pokanum niður og lokaði á eftir sér. Kom svo upp og heimtaði meira rusl til að fara með.
Við foreldrarnir fylgdumst nátturulega grannt með hverju skrefi. Bæði til að tryggja að hann lenti ekki í einhverjum ógöngum og svo bara svona til að finna móður/föðurhjartað springa af stollti yfir stóra stóra stráknum okkar. Náðist því miður ekki betri mynd af þessu afreki. Hann sést þó þarna með pokann í hendi...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home