Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 júlí 2008

Víetnamska fjölskyldan í Kista

Í augnablikinu búum við eins og Víetnömsk fjölskylda í íbúðinni okkar. 4 fullorðnir og 3 börn á aldrinum 1-3 ára í 98 fermetrum. Erum þó með 2 baðherbergi til afnota svo við keyrum lúxusútgáfuna á þrengslunum.
Er nefnilega svo að Hrönn og Georg (ásamt Eika og Ásdísi) eru búin að troða búslóðinni sinni í gám sem er á leið til Íslands... en þangað eru þau líka á leiðinni á morgun. For good. Bara bless og bæ.
En þangað til þiggja þau húsaskjól í Kista. Sem er geggjað stuð þegar maður er 3gja ára. Strákarnir sváfu einsog lömb í sama herbergi í nótt. Reyndar þurfti að svæfa þá í hollum (svo þeir færu ekki að hvetja hvorn annan til vöku og galsaláta) og leiða Eika yfir til sofandi foreldra sinna kl. 4.30 í nótt þegar hann vaknaði og var búin að gleyma hvar hann væri staddur í heiminum.
Bara gaman og kósí.
Við Ingó fengum að "passa" öll börnin í gærkvöldi meðan hin skötuhjúin þrifu tómu íbúðina sína. Eftir klukkutíma fattaði ég að við bærum ábyrgð á ÞREMUR sofandi börnum. Þremur ! Hvað hefðum við nú gert ef allir hefðu vaknað í einu ?! Sú minnsta hafði vit á því að vakna ekki fyrr en mamman með brjóstamjólkina kom heim. Sniðug stelpa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home