Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 febrúar 2010

3gja vikna Valtýr

Í dag er föstudagur. Sem þýðir að Valtýr er þriggja vikna í dag. Hann hefur notið undanfarinna daga við að láta móðurömmu sína sem er í heimsókn frá Íslandi dáðst að sér í hvívetna, drekka móðurmjólk og sofa. Og stækka !! Já ekki má gleyma því. Hann er búin að lengjast um einn sentimeter frá fæðingu og þyngjast vel og vandlega. Búin að þyngjast svo mikið að hann er búin að hoppa upp á næstu kúrfu fyrir ofan á skipulagsvaxtaritinu hjá ungbarnaeftirlitinu. Orðin heil 4.870 grömm :) Ágætt að fá enn og aftur staðfestingu á að mömmumjólkin sé að gera gott og litli unginn að fá nægju sína (og vel það!).

Í næstu viku ætlum við að fara að vinna í því að koma einhverskonar hversdagsskipulagi á litlu fjögurra manna fjölskylduna okkar. Hilmir "má" bara vera í leikskólanum frá 9-15 meðan foreldri er í fæðingarorlofi þannig að það þarf aðeins að endurraða morgun- og eftirmiðdagsrútínum. Valtýr sefur til 9 á morgnana ef hann fær að hafa sinn háttinn á en einhvað þarf að sannfæra hann um að sofna fyrr á kvöldin svo hann geti vaknað fyrr og komið í vagnalabbitúr með okkur Hilmi á morgnana. Veit ekki alveg hvernig maður sannfærir svona lítinn kút um að hnika líkamsklukkunni sinni.... ekki þurfti ég að hafa neinar svona pælingar þegar Hilmir var lítill ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home