Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 apríl 2010

Eigin túlkanir


Hilmir á að sjálfsögðu það klassíska alíslenzka ritverk um Negrastrákana. Hefur verið lesið/sungið fyrir hann nokkrum sinnum fyrir háttinn og alltaf fer um okkur örlítill kynþáttafordómahrollur enda er þarna sungið hástöfum um kolsvarta negra sem eru það vitlausir að þeir deyja af öldrykkju einni saman, geispa þartil þeir hrökkva uppaf og sofa yfir sig af einskærri leti án þess að vakna nokkurntíman aftur.
En hreint og tært er barnshjartað. Hilmir veit ekkert hvað "negri" er enda býr hann hér í hjarta siðmenningarinnar í innflytjendaþéttu hverfi þar sem fólk í öllum regnbogans litum lifir í sátt og samlyndi.
Svo hann situr núna á gólfinu og syngur um "tíu litla MAURAstráka" ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home