Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 mars 2010

Sá yngri




Valtýr dafnar einsog sést á myndinni. Krúttfellingarnar aukast með hverjum degi og kúkableyjurnar líka í réttu hlutfalli við móðurmjólkurneyslu.
Mér fannst ég lengi vel nota minnstu fatastærðirnar á Hilmi (50-56) en þetta eintak krefst nú þegar stærðar 62 þannig að það er í snarhasti búið að umraða innihaldi barnafataskúffunnar. Eða kannski líður tíminn bara hraðar svona í annað sinn ?
Á kvöldin verður Valtýr dálítið mömmusjúkur. Þarf að vera nálægt matnum sínum. Rankar við sér ef ég fer í burtu lengra en 2 mínútur eða 2 metra. Þá hefur hann fengið að lúlla sér í fanginu á mér þartil ég fer sjálf uppí rúm að sofa. Í gær lagði ég hann frá mér á kodda í sófanum við hliðina á mér meðan ég hljóp og fyllti á vatnsglasið mitt. Þarna lá hann svo bara steinsofandi það sem eftir var kvölds. Sófakartafla með meiru ;)



Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home