5 vikna og 5 kg
Litli snáði og ég fórum í ungbarnaeftirlitið í morgun. Sem betur fer var það bara hann sem fór á viktina og ekki ég (*gúlp*) og reyndist vera orðin 5,3 kg. Barnahjúkkan gerði smá stöðutékk á þroskanum hjá honum og að sjálfsögðu fékk hann fullt hús stiga í öllum flokkum. Hreyfði höfuðið sjálfur til beggja hliða, viftaði með báðum höndum, horfði djúpt í augun á henni og spjallaði smá við hana ásamt því sem hann gat fylgt eftir þegar hún færði sig.
Stórir og mikilvægir hlutir þegar maður er 5 vikna gamall ;)
Eftir skoðunina fór ég í smá búðarröllt. Bjóst við að þurfa að rjúka útúr verslunarmiðstöðinni ef hann færi að orga einhvað en litla ljósið bara sofnaði vært í vagninum og leyfði múttu sinni að bæði máta og versla eitt og annað áður en heim var haldið. Ekkert stress á þessum herramanni.
Stórir og mikilvægir hlutir þegar maður er 5 vikna gamall ;)
Eftir skoðunina fór ég í smá búðarröllt. Bjóst við að þurfa að rjúka útúr verslunarmiðstöðinni ef hann færi að orga einhvað en litla ljósið bara sofnaði vært í vagninum og leyfði múttu sinni að bæði máta og versla eitt og annað áður en heim var haldið. Ekkert stress á þessum herramanni.
2 Comments:
frábært að heyra að hann stækkar og dafnar vel
Amma Þv
By
Nafnlaus, at 9:00 f.h.
duglegur að stækka, maður þarf sko ekkert að vera að stressa sig neitt á lífinu þegar maður er svona lítill ;) ekki hægt annað en að líða vel þegar maður fær svona góðan mömmurjóma! :D
-Sara
By
Nafnlaus, at 9:58 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home