Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 júní 2010

Síðastliðnar vikur á Íslandi

Neyðist til að blogga myndalaust til að þurfa ekki að stikla á óþarflega stóru þegar við loksins komumst í að hlaða inn myndir frá síðustu vikum hérna á Íslandi !

Ingó og Hilmir komu til Íslands 10. júní og þá loksins urðum við sem heil fjölskylda og gátum þá flutt mig og Valtý búferlum úr Þverásnum hjá afanum og ömmunni, yfir í Kópavoginn í lánsíbúðina okkar þar sem við gátum öll verið saman á ný. Hann súperdúpervinur okkar og láns-frændi hann Henke kom með þeim feðgum frá Svíþjóð til að vera viðstaddur skírnina og kíkja á landið okkar í leiðinni. Ingó og Hilmir fengu þess vegna að kíkja í Bláa Lónið, Gullfoss, Geysi og Þingvöll með túristann okkar ;)

Skírnin gekk súpervel. Ég var búin að vera að undirbúa með bakstri og ráðagerð í marga daga á undan og gat þess vegna, með yndislegri aðstoð frá foreldrum mínum, systur og tengdó, slegið upp flottasta veisluborði á norðurhjara veraldar. Allavega að mínu mati !
Og þrátt fyrir að það væri búið að vera GRENJANDI rigning tvo daga á undan þá var þurrt á sjálfan skírnardag og sólin fór að verma þegar nær dró hádegi. Tókum þessvegna þá ákvörðun að hafa athöfnina útá palli í Þverásnum og sáum sko ekki eftir því. Akkúrat þegar ég steig út með Valtý skírnarbarn íklæddan silkiskírnarkjólnum góða þá braust fram sólin og fegraði stundina enn frekar. Athöfnin gekk dæmalaust vel, barnið lét í sér heyra þegar hann var stenkaður vatni á höfðið... einsog vera ber (!)... og gestirnir sungu saman "Lítill drengur". Algjört æði. Við vorum í skýjunum í dagslok. Ánægðir gestir, ánægðir foreldrar og sáttur drengur komin í kirkjubækur á Íslandi.

Næst á dagskrá var fyrir Ingó að fara ásamt mömmu sinni til Siglufjarðar að ganga frá smá fjölskyldumálum. Það var laust pláss í bílnum svo við ákváðum á síðustu stundu að bjóða Hilmi að fara með í þessa ferð. Hann reyndist vera því vaxin að sitja í bíl í 7 klst samfleytt (með tíðum pásum) og sofa á vindsængum í ættaróðali langafa síns og langömmu. Enda að verða 5 ára drengurinn :D Þau komu öll tilbaka í gær, sunnudag, reynslunni ríkari.

Núna framundan eru síðustu 2 vikurnar á þessu sumarfríi okkar. Þónokkrar heimsóknir, kvöldverðar, hádegis og kaffiboð komin á planið og okkur hlakkar ferlega til að ná að hitta alla vini og ættingja áður en heim er haldið. Mætti nú samt alveg koma smá alvöru SUMAR veður því við erum meira eða minna búin að hafa uppi flíspeysurnar síðan við komum !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home