Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 maí 2010

Grautarsullið byrjað

Valtýr fékk sína fyrstu grautarskeið á sunnudaginn 15 vikna og 2gja daga gamall. Höfðum fengið þessi vinsamlegu tilmæli frá ungbarnaeftirlitinu eftir að ég útskýrði fyrir frúnni þar á bæ að þrátt fyrir ítrekaðar brjóstagjafir (tvöfalt meira en venjulega) undanfarnar 3 vikurnar þá ætti Valtýr erfitt með að sofa á daginn og þar af leiðandi frekar önugur og ósáttur. Pelagjöf með þurrmjólk breytti engu og því dró ungbarnafrúin þá ályktun að miðað við líkamsstærð og hegðunarmynstur þá væri drengurinn tilbúin að fá fastari fæðu en mjólkina eingöngu.

Hann tók ósköp vel á móti fyrstu skeiðinni. Smjattaði á þessu og fannst bara ágætt að því er virtist. Allavega engir ógeðissvipir eins og þegar ég kynnti hann fyrir þurrmjólkinni í fyrsta sinn.
Við ætlum að auka við skammtinn hægt og rólega á komandi dögum. Skrýtið að það sé strax komið að þessu grautarsulli...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home