Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 júlí 2010

Sumarbræður



Svona var sumarið (júnímánuður) þegar best lét á Íslandi; flíspeysa, silkihúfa og ullarbolur á drengjunum. En alveg meiriháttar fallegt veður ! Og við vorum á meiriháttar fallegum stað þarna í grasagarðinum í Laugardalnum daginn fyrir brottför.

Nú erum við komin í alvöru sumarstemmningu hérna í Stokkhólminum. Vandræðin felast enn og aftur hvernig klæða á börnin og þá sérstaklega þann yngri. Sá eldri er góður í stutt-öllu og sterkri sólarvörn. Sá yngri má enga sólarvörn fá svo það er dvalist í skugga og hann fær að íklæðast hvítu frá toppi til táar til að koma í veg fyrir steikingu.

Skelli inn fleiri myndum frá Íslandsferðinni fljótlega....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home