Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

06 júní 2010

Skipt í tvennt

Fjölskyldan er í tvennu lagi þessa dagana. Hilmir og Ingó eru heima í Stokkhólmi en við Valtýr í Reykjavíkinni. Komum hingað síðasta sunnudag og höfum nýtt dagana í "lenda" í rólegheitunum, þ.e. hitta stórfjölskylduna, koma reglu á grautargjöfum, minnka tímamuninn osfrv.

Athyglisvert að fá að upplifa íslenskt sumar. Hlýtt og kalt til skiptis með öskufalli í kjölfarið... allt grátt og alls ekki hægt að láta Valtý sofa úti þegar fer yfir ákveðin loftmengunarmörk.
Hann hefur annars tekið vel í grautargjafirnar. Ekkert mallavesen lengur, gæti verið að fara betur í hann að fá hirsigraut. Sama saga og með Hilmi á sínum tíma.

En alltaf er nú best að vera í tveggjamannaliðinu með börnin okkar tvö þannig að okkur Ingó hlakkar báðum til fimmtudags því þá verðum við öll saman á ný.
Því miður get ég ekki hlaðið myndum útaf myndavélinni til að sýna Valtý með öllu nýja fólkinu sem hann hefur verið að hitta hérna en það stendur til að bæta úr því....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home