
Tvisvar á dag, á morgnana og aftur um eftirmiðdagin, hef ég þetta framfyrir augu mér. Valtýr steinsofandi í vagninum sínum og Hilmir á sparkhjólinu sínu. Ágætis hreyfing og útivera fólgin í þessum ferðum til og frá leikskólanum sem gefur mér samtals 5.000 skref daglega á skrefamælinum mínum og sólbrúnar hendur (athugið... ekki handleggi heldur bara handabak og fingur... frekar skrýtið að sjá það).
1 Comments:
Glæsilegir vefir hjá þér! Hilmar Snær minn er fæddur 29. ágúst 2005 :) Hann hefur þóst ekki vilja flytja en þegar ég sýndi honum Hilmi þá vildi hann bara drífa sig af stað!
Ertu líka á Facebook?
By
Hildur, at 12:02 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home