Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 mars 2011

Hversdagur með bræðrum


Það er sjaldan lognmolla hérna á heimilinu með tvo einstaklinga undir sex ára aldri sem eru hvor öðrum frekari/ákveðnari og geta voða lítið (enn sem komið er allavega) leikið sér "saman".

Manni leiðist semsagt ekki. Og eflaust ekki þeim heldur !

Henke stórgóðvinur okkar sem er að leika hermann útí Kosovo sendi þeim bræðrum alvöru kamúflass heilgalla. Svo þeir geti nú týnst almennilega í skóginum hérna handan við hornið ;) Ekki er nú verra að skjöldurinn á gallanum er kyrfilega merktur íslensku KFOR (friðargæslu) sveitinni !









Valtýr horfir voða sjaldan á sjónvarpið. Hilmir þeim mun meira. Hann fær líka að hlusta á sjónvarpið með heyrnartólum svo að móðirin fari ekki yfirum af teiknimyndahljóðum.
Svo af og til vill Valtýr leggjast í fangið á einhverjum í sófanum og slaka aðeins á. Þá er ágætt að eiga stóbró sem situr þarna í rólegheitunum.





Og að lokum. Nei Hilmir er sko ekki að saga á bróður sínum hausinn. Þeir eru sko í hárgreiðsluleik ! Valtý finnst nefnilega óheyrilega gott að láta greiða á sér kollinn !
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home