Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 mars 2011

Varúð ! Ekki fyrir viðkvæma !


Leikskóladvöl Valtýs byrjuð og þar með líka allskyns veikindi; flesnur, flunsur, pestir... og svo langskemmtilegast af öllu; AUGNSÝKINGAR.
Held að svoleiðis toppi meira að segja leiðindaskalann langt frammyfir endalaust hor-í-nös.
Eftirfarandi mynd sýnir dæmi um augnsýkingu á degi 6. Vaknaði oftast einsog geimvera með augnlokin límd aftur. Restin af deginum fer svo í að þurrka í burtu það sem myndast jafnóðum.
Til að gera langa sögu stutta þá tók þetta ferli 2 vikur, 2 mismunandi augn-lyf og 3 heimsóknir á heilsugæsluna þar af sú síðasta þegar fór að blæða einhverstaðar úr öðru auganu (slímhúðinni, ekki augnu sjálfu).
Vona svo innilega innilega innilega að þessu sé þar með lokið í bili.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home