Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 apríl 2011

Unglingurinn ?


Hilmir er að verða dáldið unglingslegur finnst okkur. Bæði í fasi og útliti. Enda er hann nú skráður í hverfisskólann og farin að telja niður til ágústmánaðar þegar hann bæði verður 6 ára og sest svo á skólabekk tveim dögum seinna. Hann á vonandi eftir að rúlla skólanum um fingur sér. Kann alla stafina, er farin að staulast með að lesa stutt orð (þó hann reyni nú alltaf að gíska á restina eftir að hafa lesið fyrsta stafinn) og getur stafað nöfn án vandræða. Hann ætlar líka að verða lipur í stærðfræði því hann virðist geta lagt saman og dregið frá vandræðalaust í huganum. Í dag fékk hann sumarklippinguna sem sést á myndinni. Stutt og fínt. Hann grét söltum tárum í stólnum hjá klipparanum því hann vildi alls ekki missa "síða" hárið. En var tilneyddur því hann tók sig nefnilega til og klippti í burtu hálfan toppinn fyrir nokkrum vikum síðan. Eina lausnin var að fá allt jafnt. Jafn stutt !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home