Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 apríl 2005

Vaxtakippur ?

Lítið að frétta af mér annað en að baunin virðist stækka með hverjum deginum... og þar af leiðandi minna og minna pláss inní kúlunni þannig að það er sparkað í mig innanfrá lon og don í mótmælaskyni. Kannski ekki mótmælaskyni, kannski er það bara að koma sér fyrir og láta vita af sér ? Svona "halló, hér er ég... ekki gleyma mér!". Fæ alltaf samviskubit ef ég leggst óvart á flöt á magann (uppáhalds svefn-stellingin mín) og það byrjar strax að láta vita af sér, eflaust allt í kremju þegar frúin leggst oná sig í öllu sínu veldi. Er farin að setja kodda fyrir framan mig þegar ég ligg á hlið svo ég fari nú ekkert "óvart" að leggjast á magann í svefni. Aumingja Ingó fær fyrir vikið voða lítið contact við mig.... tala nú ekki um hvernig það verður þegar ég innleiði Viggó aftur inní líf okkar.
Útskýring: Viggó er aflangur, þykkur og stór hvítur risa-koddi með appelsínugulri rönd sem skilur milli einsog til að aðgreina búk og andlit sem ég keypti í Ikea fyrir ekki svo löngu, vissi að hann kæmi að góðum notum til að liggja uppað, setja milli fótanna ef ég skyldi þjást af grindarverkjum, setja undir lappirnar þegar ég fæ náladofa osfrv. Ég veit ekki afhverju koddinn heitir Viggó... hann bara sagði mér það (p.s. nýja fína leðurtaskan mín heitir Nína, hlutir sem eru mér hjartfólgnir heita nöfnum..... no... I´m not crazy).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home