Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 maí 2005

Fæðingarfræðsla

Við Ingó fórum á fyrsta fund af þremur í "förlossningsutbildning" í gær ásamt ca 100-150 öðrum pörum sem öll voru komin mis-langt á leið í meðgöngunni. Sátum þarna og létum okkur leiðast mestan hluta fyrirlestursins, ég að lesa nýjasta Good Food blaðið og Ingó í að leggja kapal í lófatölvunni sinni. Sú sem hélt fyrirlesturinn er eflaust einhver rosa vinsæl og "hress" ljósmóðir því hún byrjaði á því að segja að þessir klukkutímar sem við myndum eyða í að hlusta á fyrirlesturinn yrði með því SKEMMTILEGASTA sem við myndum gera í öllum þessum undirbúningi. Ye Right ! Vissulega kom hún með nokkur vel þjálfuð "innskot" um vonlausa verðandi feður sem líður yfir þegar á hólminn er komið o.sfrv. sem fékk hálfan salin til að skella uppúr en við Ingó sátum einsog súrum Íslendingum er von og vísa og gerðum bara grín að hinum pörunum og ljósmóðurinni.
Græddum samt alveg nokkra punkta/upplýsingar á þessum 2 1/2 tíma sem verða væntanlega nýtt í ágúst þegar að stóru stundinni kemur.
Næsti fyrirlestur er á þriðjudaginn í næstu viku..... tek með mér prjónaskapinn þá svo ég hafi einhvað að gera meðan ég hlusta... veit ekki hvað Ingó ætlar að gera sér til sálubjargar en hann losnar allvega ekki undan því að koma með !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home