Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 maí 2005

Skoðun á 27. viku

Held ég sé orðin "boring" í augum ljósmóðurinnar... ekkert spennó að gerast með mig og engin vandamál sem þarf að vinna stórtækt í ;) Var að koma úr 27 vikna skoðun og enn og aftur er járnið í blóði í stakasta lagi, blóðþrýstingur sá sami og síðast og hjartahljóð bingóbaunarinnar sterkt og gott. Hún mældi leghæðina núna í fyrsta skipti og hér eftir á víst að fylgjast með að ég stækki ekkert óeðlilega mikið eða óeðlilega lítið miðað við gengnar vikur.
Átti smá spjall við hana um bumbuvaxtarverkina og hún sagði þetta vera algengt vandamál og mælti með því að ég keypti svona "meðgöngubelti" til að létta mér þær vikur sem eftir eru. Þau eru reyndar fokdýr en hún sagði að það myndi muna töluverðu fyrir mig enda væri þetta ekki einhvað sem myndi bara hverfa með tímanum...... verkirnir þ.e.a.s.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home