Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 maí 2005

Vaxtaverkir í bumbunni

Núna er komið að því að ég þurfi að parkera gönguhraðanum mínum og byrja bara að hjóla allar mínar ferðir... eða... það sem er eiginlega erfiðara: ganga hægar ! Fann fyrst fyrir undarlegum verkjum í bumbunni þegar ég var í Berlín og þeir koma alltaf aftur ef ég labba meira en nokkra metra (á mínum gönguhraða... hratt) eða stend lengi upprétt. Fékk þá útskýringu frá mér fróðari konum að þetta væru einhverskonar festingar sem halda leginu á sínum stað og eru að teygjast og lengjast með stækkandi bumbu. Að ganga hratt er semsagt ekki að hafa góð áhrif á þessar festingar. Ingó er voða duglegur að bera á mallann Weleda-slit-olíunni og notar tækifærið um leið að nudda þá staði á bumbuna sem eru að angra mig þann daginn. Vona að þetta líði bara hjá því ég er of þrjósk til að fara að ganga á sníglahraða einsog einhver háólétt kona !!
Í öðrum fréttum af Bingóbauninni þá er komin hiksti í krílið, frekar fyndið að upplifa þetta og mar ræður varla við sig að flissa pínu að aðförunum. Finn nefnilega fyrir flöktri með hverju hiksti einsog baunin kippist allsvakalega til við hvern *hick*.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home