Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 apríl 2005

Skoðun á 23. viku

Enn er allt í ljósfríðum ljóma hjá Bingóbauninni og mér. Var í skoðun hjá ljósmóðurinni í morgun og hún var hæstánægð með allar tölur sem hún sá (blóðþrýstingur, blóðsykur, þyngd, hjartsláttur baunarinnar o.s.frv.) og sagði að legið og krílið væri allt á sínum stað og yxi og dafnaði sem skyldi. Er hundfegin því að þó að ógleðin hefði hrjáð mig aaaaaalltof lengi og ég virðist fá öll kvef og pestir sem mögulega eru að ganga þá virðist restin af kroppinum mínum vera að standa sig. Hef ekki (ennþá) fengið grindarverki eða íllt í bak né fætur, engin bjúgur... jah... virðist bara vera nokkuð hraust ! Tek samt fram að ég er þó ekki farin að hlaupa berfætt um engi og skóglendi með fangið fullt af sólblómum og mallann standandi útí loftið. Óléttugleðin ógurlega á semsagt ekki heima hjá mér... er ég kannski of rökrétt og niðurnjörfuð til þess ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home