Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 maí 2005

Sónar númer tvö

Við verðandi foreldrarnir fórum í aukasónar í gærkvöldi, ákváðum að punga út smá aukapening til að sjá bingóbaunina og fá að tékka á kyninu í leiðinni. Allt kom vel út, baunin er akkúrat á rétta stærðarstaðlinum miðað við meðgöngulengd og lék allskyns listir fyrir okkur þessar 10 stuttu mínútur sem við fengum að kíkja inní bumbuna. Það skemmtilegasta var að sjá hversu "mennskt" krílið er orðið, puttar og táslur ásamt andliti (sem var frekar "skeleton"-legt þegar það leit beint framan í skjáinn en við sáum nú samt nebbaling og varirnar á hlið þegar það opnaði munninn til að setja uppí sig hendina. Hjartað sló líka einsog skærasta stjarna og ljósmóðirinn sýndi okkur í nærmynd hvernig sjá mátti öll fjögur hjartahólfin og stóru hjartaæðina sem sér um að dæla blóðinu á réttan stað.
Til að svara vinsællri spurningu getum við nú sagt; "já ! við vitum kynið:)" en erum þó ekki tilbúin til að pósta því útí víðan heiminn ennþá. Ætlum að byrja á að segja nánustu fjölskyldu og leyfa þessu aðeins að verða raunverulegra fyrir okkur áður en við getum deilt því með restinni af heiminum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home