Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 apríl 2005

Fylgihlutir ungbarna

Er komin í barnavagna-skiptiborðs-baðbala-brjóstapumpu-pælingar... ef mar á nóg pening og pláss er hægt að kaupa um það bil ALLT milli himins og jarðar. En ég reyni nú að nota eins mikið af skynsemi einsog ég á í mínum kroppi og miða við að kaupa bara það sem mér finnst við þurfum á að halda nokkuð nauðsynlega og það sem við höfum yfirhöfuð pláss fyrir. Svo virðist sem flest allir hafi mismunandi skoðanir á þessum málum, t.d. varðandi skiptiborð. Heyri annarsvegar; "hvaaa... þú skiptir hvort eð er bara alltaf á rúminu ykkar" og "það er betra að hafa barnið fyrir framan þig í vinnuhæð á alvöru skiptiborði með allar græjurnar (smyrsl, vatn, bleijur o.sfr.v) innan seilingar".
Átti mjög "skemmtilegt" samtal við mömmu um daginn sem var að reyna að koma því inn hjá mér að ég þyrfti sko ekkert að vera að eyða pening í einhverja brjóstapumpu... mar bara HANDmjólkar sig !! Hugur minn leitaði í snarheitum til sumarsins sem ég eyddi í sveit við að mjólka beljur í 4 tíma á dag. Langar ekki að handmjólka mig.. noway.
Er nú þegar komin með lista yfir hluti sem mér finnst ég þurfa á að halda og svo lista yfir hluti sem mér finnst óþarfir, einsog t.d.:
- vagga, fáum hvergi að láni og viljum ekki eyða pening í einhvað sem barnið sefur bara hvort eð er í í nokkra mánuði og svo búið....
- sérstaka kúkableyjuruslafötu... þarf engra útskýringa við !
- næturljós fyrir barnið... við sofum í myrkri... why not baby too ?
- skiptiborð með inniföldu barnabaði og kommóðu.... RÁNdýrt !
- ungbarna HÁRBURSTA... þarf engra útskýringa við...
- ungbarnamjólk í duftformi og pelar... stóla í blindni á að ég þurfi ekki á svoleiðis að halda strax þarsem ég hef tröllatrú á getu og hæfni til að gefa brjóst úr mínum júgrum :)
Ætla líka að bíða með hluti einsog hoppirólur, leikföng, stól til að barnið geti setið og borðað með okkur o.sfr.v. Það ásamt fleiru getur beðið eftir að baunin stækki .....
Það versta við allar þessar pælingar er það að barnavöruverslanir hérna í Svíþjóð eru með glæpsamlega óhjálpfúst starfsfólk ! Allt einhverjar heilalausar ungar stelpur sem kunna ekkert að "selja" manni eitt né neitt (þó maður grátbiðji um það) heldur rétta manni bara bækling sem inniheldur allt nema verðið ! og segja manni að panta bara þegar mar er búin að ákveða sig. Held að Babyland ætti alvarlega að hugsa um að flytja inn nokkra tugi íslenska bílasölumenn og gá hvort yrði ekki bara rífandi sala !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home