Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 apríl 2005

Barnavagnagleði

Örlögin höguðu því svo að ég keypti lítið notaðan barnavagn í gær á spottprís. Vorum akkúrat búin að vera að ákveða okkur með hverskonar vagn við ættum að kaupa og vorum búin að fastákveða Brio Kombi vagn með loftdekkjum. Mætti í vinnuna nokkrum dögum seinna og þá kom á faxinu auglýsing frá einhverjum í Svissneska sendiráðinu sem var að selja 2gja ára lítið notaðan Brio Kombi vagn með loftdekkjum ! Var næstum of gott til að vera satt !! Fór í gær og hitti hjónin sem eru að selja vagninn og þau voru alveg yndisleg, vildu ekki hleypa mér út fyrr en þau væru búin að kenna mér á vagninn (sem er gott því þetta er einsog kínversk gestaþraut) og mér sýndist vagninn varla hafa verið notaður... var svo hreinn og fínn... sá varla á honum.
Keypti hann semsagt bara á staðnum á 3.800 SEK en til gamans má nefna að nýr svona vagn kostar um 7.000 SEK. So I make money yes :) Svo er bara spurningin hvort við þurfum ekki að reyna að troða vagninum inní geymsluna okkar þarsem hann fer ekki í notkun fyrr en eftir 4 mánuði....... verður fljótt að líða mar.....

1 Comments:

  • yeay! ég er ýkt ánægð með Briokombi ákvörðunina! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home