Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

08 júní 2005

Fræðsludagurinn mikli

Eftir gærdaginn er ekki hægt að segja annað en að við Ingó séum nú vel upplýst og frædd um það sem viðkemur verðandi fæðingu Bingóbaunarinnar. Byrjuðum fræðsludaginn klukkan 2 að skoða fæðingardeildina á Danderyd spítalanum. Okkur leist bara vel á staðinn, heimilislegt, hreinlegt og kósí... og svo verður kostur að geta verið á þeirra stórfína "BB-hóteli" þarsem nýbakaðir foreldrar geta legið saman með ungann sinn eftir fæðinguna eins lengi og þörf og nauðsyn krefur (mælt er með a.m.k. 3 sólarhringum). Á þessu hóteli eru víst ljósmæður til taks allan sólarhringinn, maður liggur á einkaherbergi og með aðgang að æðislegu mötuneyti. What more could we ask for ?
Að fæðingardeildarkynningunni lokinni fórum við beint á fæðingarfyrirlesturinn laaaaaaaanga þarsem við sátum frá 16-18.30. Sem betur fer hafði ég haft vit á að taka með mér prjónana svo ég gat setið og verið "myndarleg" meðan ég hlustaði á fræðsluna. Ingó sat sem áður og lagði kapal í lófatölvunni en sagðist ekki vera viss um að geðheilsan þyldi þriðja og síðasta fyrirlesturinn. Sjáum til eftir viku hvort ég verði ein af þeim konum sem koma þarna makalausar !
Verð nú að viðurkenna að ég var algjörlega búin á líkama og sál eftir þetta allt saman. Svo skrýtið að vera að undirbúa sig í þaula fyrir einhvað sem virðist manni svo einstaklega fjarlægt og fjarstæðukennt ?! Er nýfarin að fatta að ég sé ólétt... á eftir að fatta að ég eigi eftir að FÆÐA þetta sem sparkar og bylltir sér inní mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home