Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 júní 2005

Safnað í búið f. bingóbaunina

Fórum um helgina og festum kaup á Ikea kommóðu fyrir barnafötin og Graco barnabílstól með "bas". Basinn á að auðvelda manni að koma bílstólnum fyrir í bílnum, stólinn bara smellist þá í fyrirhafnarlítið og mar losnar við að puða við að festa með bílbelti í hvert skipti sem barnið er með í för.
Ætluðum líka að panta (já, hér þarf að panta og afgreiðslutíminn getur verið margar vikur) rimlarúm og skiptiborðsplötu sem leggst ofan á rúmið. Var búin að sjá þetta í 2005 bæklingi barnavörubúðarinnar (sjá hér fyrir forvitna, er 26I og 26E), fá uppgefið verð og allt hvað eina... en neeeeei... afgreiðslukonan tilkynnir mér það að þetta séu svo nýjar vörur að þær séu ekki til á lager, hvorki í búðinni NÉ heldur hjá heildversluninni ?! Kom upp í mér sænskur konsúment og ég ætla sko ekkert að láta bjóða mér einhvað svona... konan horfði á mig einsog ég væri snargeðveik, benti mér á að það væri alveg TIL svona svipað skiptiborð og rúm (sem leit by the way allt öðruvísi út, annað verð og litur) og hefur eflaust ekkert skilið í því afhverju ég sætti mig ekki bara við það. Glætan !
Hringdi í dag í aðra verslun í sömu keðju sem samþykkti að leggja inn pöntun hjá heildversluninni og láta mig vita hvað afgreiðslufresturinn væri langur. Ætla að standa hörð á því að þetta verði pantað inn fyrir mig (enda á ég rétt á því þegar varan er auglýst í bæklingnum). Aðeins það besta fyrir bingóbaunina :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home