Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

08 september 2005

4 kg á þriðju viku

Fórum í dag í BVC (Barnvårdcentralen = barnaheilsugæsla) og hittum ljósmóðurina sem mældi og vóg Hilmi. Hann vex og dafnar, nánar tiltekið um 1 cm frá fæðingu og 300 grömm því nú er hann 53 cm á lengd og 4000 gr. Sprækur strákur á ferð og augljóslega enn að fá nóga næringu ;) Ljósmóðirin mælti sterklega með því að við kynntum hann fyrir snuddu og að ég reyndi að láta lengra líða milli gjafa. Hingað til hefur hann verið að biðja um brjóstagjöf á klst fresti, nánast hægt að stilla klukku eftir því. Það kallast víst að "intesív-amma(brjóstagjöf)" og á að vera eðlilegt í 3 sólarhringa hið mesta áður en fer að ganga á heilsu móður .... er komið í nærri 2 vikur hjá okkur !! Ekki furða þó ég sé orðin skugginn af sjálfri mér og komin langleiðina með að léttast niður í fyriróléttuþyngd.
Á morgun verður það semsagt harkan sex hjá okkur Hilmi; duddan fær að spila stórt hlutverk og lopinn teygður smátt og smátt þartil hann er komin uppí gjafir á 2gja tíma fresti hið minnsta.

Annars sýndi hann sínar bestu hliðar í dag, kíktum við niðrí vinnu þarsem hann lét fegurð og ljós sitt skína öllum til mikillrar gleði. Svaf svo bara vært í vagninum svo ég náði að borða hádegismat OG kíkja í búðir á leiðinni í og úr ljósuheimsókninni. Algjör sæla og vonandi til eftirbreytni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home