Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 ágúst 2005

Heimsókn frá ljósunni


(Tek fram að þetta eru ekki mínar loðnu lappir ;) just in case you were wondering)
Fengum heimsókn hingað heim í gær frá ljósmóðurinni "okkar", hún á semsagt að vera okkur til halds og traust þartil... jah... við flytjumst héðan burt býst ég við !
Var voða indæl og átti heillangt spjall við okkur meðan Hilmir svaf á sínu væra, neyddumst að lokum til að vekja hann til að ljósan gæti skoðað hann, vegið og metið. Okkur til mikillar gleði var hann búin að þyngjast um +200 grömm frá því við vorum útskrifuð af spítalanum og er núna því bara tæplega 200 gr. frá því að hafa náð fæðingarþyngdinni. Þetta þykir víst nokkuð gott og sagði ljósan að ekki færi á milli mála að hann væri að fá næga næringu. Var akkúrat það sem við þurftum að heyra eftir allt brjóstgjafabaslið og blés í okkur nýrri orku sem vonandi endist til að styrkja okkur þartil allt er farið að ganga einsog smurt ;) Einsog er stöndum við í allt að hálftíma barningi við að koma elsku drengnum á brjóstið og svo sýgur hann af áfergju í kannski korter.... klukkutíma síðar hefst svo leikurinn á ný. EN ! Það hefur vissulega skánað frá því fyrstu dagana þegar við vissum ekkert hvernig við áttum að fara að þessu... núna kunnum við öll trixin og reynum sem best við getum að díla við þetta með þolinmæði og elskulegheitum.
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Hæ ! Yndislegar myndir sem við vorum að skoða á heimasíðunni ykkar. Litla ljósið dafnar greinilega og sendir geisla hingað upp á skerið. Gangi ykkur sem allra allra best með brjóstagjöfina.
    Bestu kveðjur til ykkar litla (stóra) fjölskylda.
    Guðbjörg & co

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home