Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 september 2005

Í fyrstu heimsókninni


Fórum í gærkvöldi í heimboð til Írisar og Óla. Þetta var í fyrsta skiptið sem við fórum í "alvöru" ferð að heiman (ekki bara útí búð eða stuttar skutlferðir) og það gekk svona líka bara glimrandi vel. Hilmir var ljúfur sem lamb allt kvöldið, gaf foreldrum sínum meira að segja sjéns á að njóta kvöldverðarins bæði í einu og sat einsog mynsturbarn í ömmustólnum hennar Emilíu. Líka ansi gott að fara í heimsókn þar sem fyrir er barn og því sem fylgir; skiptiborð, barnavagn, ömmustóll etc.
Á myndinni má sjá stollta feður með ungana sína. Ótrúlegt hvað það er stutt síðan við Íris vorum með mis-stórar óléttubumbur, núna eru það bara mis-stór börn :) Við fáum allavega góða mynd af því sem framundan er og ekki er langt að bíða eftir að Hilmir verði í svipaðri stærð og Emilía. Ekki nema 2 1/2 mánuður milli þeirra !Posted by Picasa

2 Comments:

  • Greinilega svakalega stoltir feður! Gaman að heyra að það gengur allt vel hjá ykkur!
    Kærar kveðjur...
    María og Helgi

    By Blogger María, at 2:11 e.h.  

  • WOW!! :D Sockerpappa är stolt, bra jobbat Begga och Ingo :D

    all the best

    Sockerpappa

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home