Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 ágúst 2005

Einhvað að gerast ?!

Vaknaði í nótt með verki sem ég get núna flokkað sem sterka "fyrirvaraverki". Þeir byrjuðu á ca 10 mínútna fresti og voru reglulegir en svo fór að lengjast á milli og eru núna algjörlega óreglulegir og óútreiknanlegir. Hef verið með samdrætti síðan á 36. viku sem lýsa sér í grjótharðri kúlu... en verkjalausri þó. Gat þessvegna alveg greint muninn á þeim verkjum og þessum þegar þeir komu þarna kl. 4 í nótt.

Ákvað eftir umhugsun að skella mér bara í vinnuna og sjá til hvernig mér liði í dag og hvort þetta ágerðist einhvað að ráði. Veit að svona fyrirvaraverkir geta staðið í marga marga daga þannig að ég var að reyna að æsa mig ekkert alltof mikið yfir þessu. Er allavega búin að afskrifa það gjörsamlega að vinna næstu viku einsog ég var búin að ákveða að ætla að reyna að gera. Formlega fæðingarorlofið byrjar hvort eð er á mánudaginn og ég ætlaði bara að reyna að lauma inn nokkrum "aukadögum" í plús ef mér liði vel. EF ekkert almennilegt gerist um helgina væri þessvegna vit í að nýta þá dagana í næstu viku til hvíldar og orkuppsöfnunar fyrir ATBURÐINN mikla ;)

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home