Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 ágúst 2005

Hilmir komin heim....


Hér er Hilmir í "heimferðarfötunum" sínum sem ég byrjaði að prjóna á hann um páskana :)

Létum loks verða af því að fara heim af fæðingardeildinni/fæðingarhótelinu í dag og brunuðum heim (á lúsarhraða) með verðmætið okkar í bílstólnum sínum. Var mjög skrýtið að koma aftur hingað á heimilið með þennan litla einstakling og vita það að héðan eftir verður hversdagsleikinn aldrei eins.
Okkur gengur annars ágætlega með hann og hann með okkur.... er pínu ringulreið akkúrat núna fyrstu dagana varðandi brjóstagjöfina (hann virðist stundum ekki vita hvað hann eigi að gera til að fá matinn sinn) og þessvegna smá barningur við hann greyið og til ýmiskonar galdrabragða tekið af hálfu okkar Ingó. En við vonumst nú til að það leysist á næstu dögum þegar hann er aðeins búin að átta sig á umheiminum. Annars er hann mjög rólegur, er að þyngjast eðlilega, búin að losna við guluna sem hann fékk snert af í byrjun og sefur vel enn sem komið er og lítið annað sem við getum kvartað undan varðandi foreldrahlutverkið annað en brjóstagjafavesenið.

Við þökkum kærlega fyrir allar góðar kveðjur sem okkur hafa borist, bæði hér á blogginu, með símtölum, sms-um og annarskonar "sendingum" hingað heim á Sandhamnsgötuna. Posted by Picasa

1 Comments:

  • Gvuð hvað hann er fagur!
    Til hamingju elskurnar. Við föttuðum loksins að kíkja á bloggið. Hlökkum ekkert smá til að koma og knúsa.
    Ragga og Bergur

    By Blogger Ragga, at 11:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home