Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

06 september 2005

Alein heima !

Dagur númer tvö hjá okkur Hilmi þarsem við erum "ein heima" (Ingó byrjaður aftur í vinnunni eftir 10 daga feðraorlof.... hann tekur svo fæðingarorlofið á eftir mér). Er ferlega skrýtið að vera svona ein og alveg ótrúlega bindandi ! Þurfti að finna upp hvernig hægt er að fara á klóið og ná sér í næringu án þess að litli kútur taki óánægjukast, Íris benti mér á ömmustólinn og núna situr Hilmir og starir á þvottakörfuna meðan ég smelli mér í 3gja mínútna sturtu :)
Óð út í djúpu laugina fyrir hádegi í dag þegar við fórum í STRÆTÓ niðrí VERSLUNARMIÐSTÖÐ í heilan klukkutíma ! Hilmir náttlega svaf allan tímann og ég svitnaði undir "cool" yfirborðinu og reyndi að bægja frá mér hugsunum einsog; hvað ef hann vaknar og vill láta skipta á sér/gefa sér/halda á sér ?! Horfði með öfundaraugum á allar hinar vagnamömmurnar sem kiptu sér varla upp við það þó organdi börnin grétu úr sér lungun. Vagninn var bara hristur meðan þær héldu áfram að versla. Hmmm... kannski ég verði svona cool´n confident eftir nokkrar vikur ?
En þetta var allavega góður byrjendatúr fyrir okkur :) Stefni á lengri ferð á fimmtudaginn þegar við ætlum í heimsókn niðrí vinnu OG fara í skoðun hjá ljósmóðurinni.

3 Comments:

  • Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:12 e.h.  

  • Góð frammistaða hjá þér! Maður er alltaf að sigrast á nýjum áskorunum fyrstu vikurnar... uhumm mánuðina :=) Fann brjóstagjafarog skiptiaðstöðuna í Debenhamns í dag sem þú bentir á, algjör snilld og bjargaði heilum degi bænum með Emilíu.
    Kær kveðja,
    Íris

    By Blogger Iris og Oli, at 11:24 e.h.  

  • Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég fór ein út, þegar Garpur var 6 daga. Már neyddi mig útí búð, aðalega til að fá smá ferskt loft og bara til að fara út. Ég var í 15 mín. og hélt að heimurinn mundi farast á meðan ... svitnaði eins og svín, og skildi ekkert í því að fólk útá götu skildi ekki stoppa og óska mér til hamingju með nýja barnið ... það hlyti að sjást á mér að ég væri nýbökuð mamma!

    Þetta venst svo, sem betur fer!

    By Blogger Kristína, at 11:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home