Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 september 2005

Fjögurra vikna gutti


Ekki linnir vaxtarkippnum hjá Hilmi, var í skoðuninni í dag 4.370 grömm og 55 cm ! Loks tók ljósmóðirin mark á hversu mikið þessi stanslausa brjóstagjöf er að fara ílla með mig.... kannski ég hafi verið extra föl og skjálfandi í morgun ? Hamagangurinn hjá Hilmi er líka komin yfir "eðlileg mörk" því ekki nóg með að hann vilji drekka á klukkutíma fresti... nú vill helst drekka s-t-a-n-s-laust frá fimm á daginn til tíu um kvöldið þegar hann lognast útaf með fullan maga af mjólk. Ljósmóðirin gaf mér grænt ljós á að gefa honum þurrmjólk á kvöldin sem viðbót við brjóstagjöfina ásamt því að prófa minifoam dropa sem koma í veg fyrir magapirring. Tekur náttlega á svona lítin mallakút að drekka svona mikið. Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home