Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 febrúar 2006

Leikföng og annað "dót"

Horfði á Hilmi leika sér á gólfinu í ganginum áðan og áttaði mig skyndilega á því að helmingurinn af "dótinu" sem lá í kringum hann samanstóð af ýmiskonar umbúðum, tómum klósett og eldhúsrúllum, þvottahúsapokum (sem brakar í) og meira að segja tómum Pampersbleyjupoka. Allt vekur þetta umtalsvert meiri athygli í hans augum heldur en þetta venjulega "dót" sem er framleitt í verksmiðjum. Leikur sér líka lengur að því... hinu er kastað frá sér um leið og hann er búin að smakka það einusinni.
Liggur við að við séum farin að hugsa okkur gott til glóðarinnar ef einhvað nýtt er keypt (einsog megafjarstýringin sem Ingó keypti fyrir stuttu) ef umbúðirnar eru heillandi. Dægrastytting fyrir drenginn og heldur honum happí í allavega korter þegar honum er rétt það í fyrsta skiptið.
Simple mind.... simple pleasures.

1 Comments:

  • Ég ætti kannski að fara að byrgja mig upp af umbúðum, svo að Garpssystirin hafi úr nógu að moða þegar þar að kemur???

    By Blogger Kristína, at 1:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home