Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 janúar 2006

Heillar mömmurnar....

Fórum í morgun að hitta mömmugrúppuna. Hilmir heillaði alla uppúr skónum með því að sitja stöðugur og fínn á gólfinu, leika sér "fallega" (sem ég sé hann sjaldnast gera hér heima) og brosa framan í allar mömmurnar.
Náttlega allir ferlega hissa, og þá mest Marie BVC konan okkar, á því að hann væri komin með tönnslur..... er aðeins á undan en þó ekki mikið, eðlilegt að þetta byrji að láta sjá sig um 6-8 mánaða aldurinn.
Við kíktum saman á góminn í góðri birtu og sáum að fyrst til að koma upp er vinstri framtönnin í neðri góm en sú hægri fylgir líklega þétt á eftir því það sést glitta í hana.
Verður gaman að sjá hvernig brosið á eftir að breytast á næstkomandi vikum þegar þær fara að sjást almennilega :)
Mest hissa var ég þó á þyngdaraukningunni í þetta skiptið ! Hilmir orðin heil 8,2 kíló og ekki nema furða að bleyjurnar séu farnar að leka á nóttunni (ætlaðar börnum frá 6-9 kíló). Hann var líka búin að bæta á sig hálfum sentimeter á lengdina og orðin sléttir 67 cm.

Semsagt stór og sterkur íslendingur hér á ferð sem borðar matinn sem honum er gefin, stækkar, þyngist og liggur á að þroskast sem mest hann má !!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home