Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

22 janúar 2006

Oft getur lítill poki...

Posted by Picasa ... skemmt litlum drengjum leeeeeengi og vel ! Hilmir hefur ótrúlega gaman af "hversdagslegum" leikföngum og þá sérstaklega þeim sem heyrist einhvað í. Plastdolla með rauðu loki og einhverju smádóti inní sem hringlar í má nefna sem dæmi en bréfpokar og dagblöð eru í sérstöku uppáhaldi. Hann gat til dæmis dundað sér við þennan blessaða brúna bréfpoka í ofboðslega langan tíma og það var alltaf jafn gaman hjá honum þegar pokinn kom aftur uppá borðið eftir að hafa dottið í gólfið í hamaganginum.
Annað sem honum finnst gaman að dunda sér við er að naga hluti og pappaumbúðir hafa þá komið sterkt inn. Í morgun prófaði ég að bjóða honum heilhveitibruðu (kallast skorpa á sænsku) og hann eyddi allöngum tíma í að naga og bleyta upp í henni á alla kanta þartil nánast ekkert var eftir. Okkur finnst það betri tilhugsun en að hann sé að bleyta uppí og borða pappaumbúðir ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home