Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 janúar 2006

*Plaskplask*

Ungbarnasundið hófst í dag og verður á fimmtudögum næstu 8 vikurnar. Hilmir var alveg þaulvanur þessu öllu saman enda fer hann í bað með öðru hvoru okkur Ingó á hverju kvöldi.... fannst kannski pínu skrýtið hvað baðkarið var allt í einu orðið stórt og allt þetta fólk með börnum sínum oní með okkur :)
Tíminn var voða léttur svona fyrst, vorum látin æfa tvö grip með börnunum, busla smá og venja þau við þessu öllu saman. Heimaverkefnið er svo að ausa vatni yfir höfuðið á þeim eftir að hafa sagt einn-tver-þrír, þetta er til að þau verði viðbúin köfunartímanum sem er eftir tvær vikur (*hlakkhlakk*).

Var fegin því að við erum í lítillri grúppu, bara 5 börn til viðbótar við okkur og þar af einn strákur sem heitir Elvis! Eitt sem ég hef tekið eftir núna þegar mar er orðin "mamma" að fólk kynnir sig ekki lengur með nafni heldur með nöfnum barnanna sinna; "hæ, þetta er Cecilía (og réttir fram barnið sitt) og hvað heitir þú svo (og spyr Hilmi)" Ég er þessvegna farin að taka uppá því að kynna mig sem "mamma hans Hilmis" eða ef ég vil vera beggja blands; "Begga, mamma hans Hilmis".

3 Comments:

  • Skemmtilegt hvað fólk í kringum þig með börn virðist breytast í búktalara! hálf spúkí! :o

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:05 f.h.  

  • Já, þetta er mjög fyndið. Við fórum með Garp í u.b.sund líka.
    Í leikhúsverkefni sem ég var að vinna í nýlega kynntist ég konu sem ég var með í u.b.sundi, en gat ekki fyrir mitt litla líf munað hvað hét ... mundi bara að hún er "mamma hans Hrings". Svo spurði hún mig hvort ég væri ekki "mamma hans Garps" , hún baðst afsökunar á því að muna ekki hvað ég heiti ... við kynntum okkur og komumst að því að við höfum líklega aldrei kynnt okkur fyrir hvorri annarri áður með eigin nöfnum!

    By Blogger Kristína, at 1:03 f.h.  

  • Gott að vita að þetta búktalerí er alþjóðlegt (allavega sam-norrænt) svo ég verði ekki álitin skrýtin þegar við snúum heim og heitum "mamma/pabbi Hilmis" sem viðskeyti við eigin nafn :)

    By Blogger Begga, at 8:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home