Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 janúar 2006

Vörusvik !

Grey Hilmir var sko ílla gabbaður í hádeginu í dag ! Píndur ofan í hann heimagerður matur af verstu sort og bragðaðist ekki nærri því jafn vel og verksmiðjugrænmetið sem hann hefur gleypt í sig með bestu lyst hingað til.
Hef hingað til ekki nennt að gera eigið grænmetismauk enda hafa skammtarnir verið þetta nokkrar skeiðar og varla fyrirhafnarinnar virði. Núna er Hilmir hinsvegar komin uppí heila barnamatsdós í hádeginu og fannst mér því komin tími á að hann fengi að njóta matargerðar móður sinnar.
Þarna stóðum við (Hilmir sat reyndar) og skrældum kartöflur, gulrætur og stungum brokkolíi með í pott. Suðum vel og lengi og maukuðum svo eftir kúnstarinnar reglum. Svo var honum boðið uppá kræsingarnar.
Hann hélt nú ekki !
Lokaði munninum og hleypti ekki skeiðinni að, kýngdi varla nema helmingnum (og hitt fékk að skreyta smekkinn) og kúgaðist meira að segja í lokin !
Ég gafst ekki upp svo léttilega og blandaði bara smá graut saman við. Þá fór það betur niður.

Mun líta á þetta sem áskorun og segji hér með niðursoðnum mat stríð á hendur (nema þegar við förum einhvað út eða ég er ofurlöt... sem er ansi oft.... ég löt þ.e.a.s).

1 Comments:

  • VÁH! aldrei hefði ég trúað því að einhverjum gæti hugsanlega, mögulega ekki þótt maturinn þinn það BESTA!! þú ert besti kokkur sem ég hef kynnst (og þá tel ég lærða kokka á veitingarhúsum með!) haha! það eru engar SMÁ kröfur sem hann er að gera þá! ;) (og kröfur sem ég botna ekkert í!)
    Ekki gefast upp gegn barnamatskrukkujukkinu!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home